<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 27, 2004

Ég hef tekið við titlinum bingó bjössi eftir að ég vann einhvers konar grill á bingókvöldi hjá krossinum hahha það var drullunett. Kem aldrei til með að nota grillið en samt nett að draga spil á móti 8ára stelpu og vinna hana. Ég fagnaði að sjálfsögðu eins og alvöru karlmaður(þó svo að ég sé það ekki) og lyfti grillinu hátt yfir haus. Einu mennirnir sem filu það voru erik, ulli, huginn og viðrinið sem sat hliðina á mér. Gæti verið að aðrir hafi ekki verið að fila þetta því það var þarna sem ég áttaði mig á því að ég var í bol með mynd af risastórum og gullfallegum brjóstum(júllum eins og birgir myndi segja). Mesta snilldin var hins vegar viðrinið sem sat hliðina á mér. Alltaf þegar talan 66 var lesin þá sagði hann "gráður norður" og að sjálfsögðu hlógum við AÐ honum í hvert skipti. Það eru myndir frá bingó kvöldinu á krossinn.is - ein af mér og erik og ein af úlla og viðrininu.

Jamm jamm. Eftir mikla drykkju á föstudegi þar sem ég tók stræto heim um morgunin(og rakst þar að sjálfsögðu á Huginn að bíða í röð) að þá var blásið í herlúðra og stefnt til Helga í drykkju mikla mjög til að stara á þessa óendanlegu leiðinlegu Eurovision keppni. Eitthvað var þó að alkahólinu því það rann vel niður án þess að hafa mikil áhrif(eða svo fannst mér) og því snéri ég mér að vodka drykkju(eitthvað sem ég á ALLS ekki að gera). Áhrifin komu seinna í ljós og þá sérstaklega á dansgólfi Viktors. Þar áttu sér stað atburðir sem ég ætla aldrei að ræða um framar. Nema hvað að ef þeir endurtaka sig þá mun ég hætta allri drykkju og leita á náðir vændiskvenna og hætta að fara í bæinn.

Planið var að fara að ferðast um landið með Huginn og Caroline en ég hætti við það þar sem að eg er sennilega að fara út á sjó og svo er nátturulega Korn um helgina. Fórum í bláa lónið sem var ágætleg nett, því ég og birkir bróðir hugins uppgvötuðum að það er mjög gaman að henda leðju. Pixies gengið var þarna, en hverjum er ekki sama því tónleikarnir þeirra voru nokkuð daprir, á tímabili beið ég eftir að þeir myndu hætta þessu. Þetta var svona eins og ég væri með gyllinæð og ég biði hreinlega eftir að hún springi. Hefðu getað verið nettir ef hljóðkerfið hefði verið betra.

Ég grét mig reyndar í svefn í gær. Því þá hringdi Heimo til Spaino í mig. Helvitis melirnir staddir á Metallica tónleikum á Parken. AF HVERJU Í HELVÍTI FÓR ÉG EKKI MEÐ. Ég þarf að fá mér einkaritara sem lætur mig taka réttar ákvarðanir á svona augnablikum HELVÍTIS

En þá er komið að aðalatriðinu. En það er brottför foreldra minna laugardaginn 5.júní. Gæti hins vegar gerst að ég verði út á sjó og komi seint um kvöldið. En það er hið árlega RÚSSAKVÖLD. Þar sem þjóðsöngur Sóvétríkjanna og Rússlands verður í botni og einungis verður skálað í vodka. Þeir sem ekki ætla að drekka bjór, þeir verða að gera það einhvers staðar annars staðar. Og svo er álitamál hvort menn megi koma með hálfan líter af gosi eða einn. Ég vil einungis heimila hálfan en við sjáum hvað setur. Hins vegar hefur heyrst að Bókin muni einungis drekka þetta dry og það verður án efa mjög skemmtilegt


|

þriðjudagur, maí 11, 2004

Fór í Krossin á einhverja tónleika því ég hafði ekkert betra að gera. Árni Johnsen mætti fyrstur á svið og var ömurlegur. Bjóst reyndar ekki við neinu öðru. Næstur kom KK sem var ágætur og svo Kross band eitthvað. Þar var dúndurgella í kórnum. Bakvið okkur voru eldgamlar kellingar að syngja með og ég og Erik hlóum vel og lengi að þeim. En alla vegna þá litur allt í einu kellingin sem sat við hliðina á Huginn á mig. Ég hugsa með mér "what the fuck". Ég vissi ekkert hvað var í gangi. Hélst kannski að prumpið sem ég hafði gefið frá mér væri svona langlíft og hefði náð til hennar. En nei nei þá kom í ljós að Huginn hafði sagt við hana að ég væri hrifinn af gellunni sem var í kórnum. Eftir að tónleikunum lauk þá ætlaði hún svo að kynna gelluna fyrir okkur en vildi fyrst að við myndum fara inn í eitthvað herbergi og taka á móti drottni(yeah right). Eftir að hafa hlustað á Huginn röfla eitthvað um jesu og guð við kellinguna þá loksins naðum við að snáfa þaðan út. Erik var reyndar hálfgrátandi því þetta fékk svo á hann og sagan segir að hann hafi hent þúsundkalli eða tveim í vasan á Gunnari.

En annars er ekkert að gera nema að bíða eftir helginni og hrynja í það. Ég stefni á að æla í eða ofan í skóinn minn á laugardeginum og á föstudeginum ætla ég að vera, jahhh þægur.


|

fimmtudagur, maí 06, 2004

Nú er verið að leggja einhverjar bévítans hellur fyrir utan húsið sem hefur þýtt það að grafa,sandþjöppur og álika skemmtilegar vinnuvelar hafa verið a fullu fyrir utan gluggan minn kl 8 á morgnana. Husið hefur verið að notra alla morgna. Þetta er svona svipað eins og að sofa ofan á tveggja metra víbrador, ekki að ég hafi prófað það en örruglega svipað. Þetta er strax farið að hafa mikil áhrif á geðheilsu mína. Því í gær var ég að fara með sokka í óhreina taujið inn á baði. Og viti menn ég lyfti upp klósettsetunni og henti þeim þar. Þessir hellu melir ljúka sér sem betur fer af á laugardaginn. Því annars er mikil hætta á að ég skíti í arininn eða fari að leika hund. (annað eins hefur nú gerst)

En hvað meira hefur gerst í mínu stórbrotna lífi. Já ég man það núna, nákvæmlega ekki neitt. En það fer allt að breytast því brátt kemur spikfeit helgi með viðbjóðskeppni er kennd er við Vision og Euro og því skylda mín sem þegn þessa lands að fara og haga mér eins og siðaður maður(þó svo að ég sé það ekki) í miðborg Reykjavikur. Öll merkin eru til staðar um að þá muni maður drekka frá sér vit og mest alla rænu, en við sjáum til.

Ég hef ekkert meira að segja að sinni nema að Gummo Travels er komið á fullt í skipulagningu á ferð til Budapest um verslunarmannahelgina og stefnir í met þáttöku frá helskemmdum mönnum. Egill fer þar fremstur í flokki og sagan segir að hann sé nú þegar byrjaður að læra ungversku til að vera betur talandi við localinn. Aðeins einn hefur kvartað en það er Baldur Man sem vill fara á heimaslóðir Bob Marley eða á Hrafnistu.

Later



|

mánudagur, maí 03, 2004

Já margt og mikið er búið að gerast síðan að ég skrifaði hér síðast. Ég fékk mjög fallega $ fyrir að fara á sjóinn og því er ég ekki að stressa mig neitt mikið og er að skoða hvert er best að fara næst. Grænland að heimsækja Sigga P a.k.a Ísmanninn kemur sterklega til greina. Hann er besti vinur pabba þannig að það væri nett að fara í villimannferð til hans og veiða hákarl og kannski einn lítin sel.

En þá er það helgin. Hún var skemmd svo vægt sé til orða tekið. Ging gang fabio átti afmæli og því var tekið létt sötur hjá honum. Þetta létta sötur breyttist brátt í tóma vitleysa og endaði í bjórþambi í miðborg reykjavikur. Ég var undir morgun ráfandi um með Úlla (ég var reyndar hjólandi á ónýtu hjóli). En Úlli hefur oftar en ekki verið kenndur við Johnsen og það er einmitt það gen sem kom upp í stráknum. Við fengum þá frábæru hugmynd að ræna zodiac bát frá danska herskipinu sem lá í Reykjarvíkurhöfn. Ég hef aldrei getað fyrirgefið dananum hvernig hann kom fram við Íslendinga á stríðsárunum og því átti hann að fá borgað í sömu mynt. Við áttum ekki séns í að ræna þessum bát og ráfuðum því inn í herskipið í leit að mat(eða byssum eða handsprengjum eða Allah má vita hvað). Eftir að hafa ráfað um þá hittum við einn dana og reyndum að kaupa af honum öl. En hann gat það ekki að svo stöddu og játaði skilyrðislausa uppgjöf fyrir Íslenska hernum. Við héldum því sigri hrósandi í burtu.

Kvöldið eftir var ég svo búin að blása til veislu heima hjá mér. Mömmu var hent niður i kjallara og var hún þar þæg og góð mest allt kvöldið. Það er óhætt að segja að menn hafi drukkið frá sér vit og rænu. Ég fékk einmitt email rétt áðan frá útlandinu og ég hringdi víst þangað um helgina. Mikil skemmd var í gangi og létu skylmingaþrælarnir öllum illum látum. Ég fékk þá frábæru hugmynd að tala eins og Siggi FH og Erik tók undir það. Mig verkjaði því djöfullega mikið í raddböndin daginn eftir. En alla vegna þá var haldið í bæinn og ég var ekki lengi að koma Erik saman við einhverja kellu. Hún hafði minna en ekkert álit á mér og Huginn enda var hegðun okkar ekkert í lagi þegar við vorum báðir (og seinna meir allir 3) að káfa á brjóstum telpunnar og hún öll að æsast við þetta. En í hennar augum var Erik alvöru karlmaður og ég manaði hana í að fitla við teningana hans. Hún hikaði ekki við það og við hlóum og hlóum þarna helskemmdir meðan að hún lék sér við teningana. Eftir þetta var síðan farið eitthvað annað og ég var þá mjög nálægt því að fara að missa rænu. Ég ældi því fyrir utan Grandrokk og man ekki mikið eftir það. Maður verður að fara að hætta að drekka vodka og bjór saman, ég held að heili minn sé ekki alveg að fýla það. Núna er manudagur og ég er ennþá með væga timburmenn.

Á sunnudeginum fórum við svo í bingó til styrktar Jósefsspítala. Þar gerðum við okkur að fíflum enda hlóum við endalaust mikið og ekki hjálpaði til að Siggi FH var þarna á svæðinu. Huginn vann rakspýra og Erik vann kvennmannsnáttföt sem hann var hæst ánægður með því hann sagði að þau væru svo mjúk. Mesta snilldin var hins vegar þegar Erik var að ná í vinningin sinn og kynnti sig sem Hlöðver Sindra. Það var því lesið í hátalarakerfinu og mjög margir þarna inni áttuðu sig á að það var ekki allt með felldu. Því það var(þar til hann var skotinn)(og mun ávallt verða) aðeins einn maður með slíkt nafn í hafnarfiði, blessuð sé minning hans.

Það var framið mikið glæpaverk í morgun. Ég var vakinn við að feit grafa og vörubíll voru að grafa upp lóðina fyrir utan gluggan minn og einvher gaur með steinasög að skera í sundur tröppurnar. Þrátt fyrir að viljinn og baráttugleðin hafi verið til staðar þá var nánast ómögulegt að sofa með slíka svívirðingu í gangi. Og þetta á vist að vera svona alla vikuna. Þannig að ef einhver vill ætleiða mig eða hefur sófa sem ég get sofið í þá vinsamlegast náið í mig núna. Ég er kassavanur og fer ekki úr hárum. Ennþá alla vegna.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?