<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 29, 2005

Jamm jamm. Road tripið var algjor snilld. Menn voru vaknaðir óvenju snemma og i strætó var haldið. Sumir voru þó það ferskir eftir kvöldið aður að þeir tóku leigubíl a strætóstöðina. En til reykjavikur komumst við og fór ég þa að tala við öryrkja a biðstöðinni. Hann gat ekki lifað a 106þus a manuði og sagði að það væri klikkað lið sem stjórnar landinu. Eftir mjög nettar umræður að þa kom vinur hans sem virtist vera mjög feimin til okkar og for að tala um loftstein.Vinurinn var með mjög nett útlit i rifinni úlpu og talaði mjög lágt og nördalega. Vinirnir sögðu mér að það væri loftsteinn a leiðinni. En hann myndi rétt missa af jörðinni. Hann myndi þjóta fram hjá 2009. En feimni vinurinn var með plan. Hann gat einu sinni fært lítin eldspýtu stokk með hugarorkunni og hann var að spá i að reyna að flytja loftsteinin og láta hann lenda a Esjunni svo að það færi fyrir okkur eins og risaeðlunum, nema að öryrkjubæturnar myndu skána. Nettir.

En i stað þess að fa Toyota Yaris að þá fékk ég Suzuki grand vitara jeppa og af stað var haldið. Fyrsta stopp var hestaniðingurinn i Þorlákshöfn. Þá er eg ekki að tala um Egil þó að maður viti ekki hvað hann gerir þarna eftir vinnu. En hann var með morgunmat fyrir okkur. Glæsileg veisla það var; kóksbolla og svo mjólkurkex. En við fundum ekki hestaníðingin en upp komu miklar umræður um hestana alla sem við keyrðum fram hja. Ákveðin maður i bílnum pældi mikið i því hvort eitthvert þessara hrossa hefði fengið mannaböll inn í sig. Og þær umræður urðu bara flóknari og áhugaverðari eftir þvi sem fleiri bjórar runnu niður.

Því næst var það Gullfoss. Shit hvað það er ofmetin foss. En við lögðum i háksaför i hálkunni alveg upp að honum. Nema Stebbi. Hann hafði meiri áhuga á að drekka bjór. Því næst var það Geysir. Það var nett þar. Nema að við söknuðum Stebba. Hann hafði látið sig hverfa og sat inn a veitingstaðnum með bjór og hlustaði a undurfagran pianoleik. Við tokum svo lettan runt í eitthvað þorp þar sem mjög sérstakt fók býr. Þar lét ég aðeins reyna a jeppan og þrykkti ofan i polla og prófaði handbremsuna í blautri mölinni. Ákveðin maður var ánægður með þennan níðingshátt a bílnum og sagði að það ætti að níðast a bílnum. Stuttu seinna hrækti hann svo a sætið i bílnum. Ég hló svo mikið að ég átti erfitt með að keyra.

Svo var stefnan sett i laugina a Laugarvatni. Hættum við það vegna fjölda barna i lauginni og níðings spurningar ákveðins manns. Við ætluðum að fara yfir einhverja heiði og á Þingvelli. Buið var að setja skilti fyrir vegin um að leiðin væri ófær. En þar sem við vorum a jeppa með snillingin mig undir stýri þá tókum við ekki mark a skiltinu og sneyddum snyrtilega fram hja því. En skiltið laug ekki. Leiðin var ófær. En við snerum samt ekki við fyrr en ég var buin að fara i letta háska för. Baldur og Stebbi foru út úr bílnum og gafu leiðbeiningar um hvar ætti að aka. Baldur sagði að eg ætti ekki að fara í förin og halda jöfnum hraða. Þegar að ég heimir sáum svo hvað hann var orðin feitur og að geirvörtur hans voru orðnar stinnar útaf kuldanum að þa fórum við i hláturskast. Bensin gjöfin fór i botn, velin eipaði i snuningum og ég fór að sjálfsögðu beint ofan i förin. Hávaðin sem kom undan bílnum þegar að klakinn gekk fra undirvagninum jók aðeins hláturinn hja mer og Heimish. Eftir nokkrar ansi skrautlegar torfærur og eftir að menn sau að eg var með of mikla Schumacher takta í aðstæðum þar sem að maður a að hafa Driving miss Daisy takta að þá var ákveðið að snúa við. Heimir grét þá.

En til Þingvalla komumst við svo þar sem að við gryttum klínki i peninggjánna. Baldur kyssti klinkið sitt, heilar 90kronur, og óskaði þess að hössla kellingu. Eftir margar tilraunir hefur engin bitið á hjá stráknum. Enda er það stór spurning hvernig kerling er 90kr virði? Hingað til hefur Baldur einmitt verið i 9kr flokknum. Heim komum við svo alsælir. Nokkrir hlutir gerðust i þessari ferð sem ei er hægt að segja frá t.d. bjórdósir og hland.

Um kvöldið voru menn svo að drekka. Sumir meira en aðrir. Meira segja það mikið að einn var buin að lyfta upp bolnum og var að slamma við Herbert Guðmundsson.

Næsta ferð Gummo Travels hefur svo verið skipulögð. Er það flug yfir hálendið eða yfir vestfirði. Buið er að græja flugvél og þvi er bara beðið eftir að flugmaðurinn hafi samband. Markmið þessarar ferðar er að athuga hvernig er að drekka bjór með nokkur G-force i gangi. Eins og áður að þa eru forgangsraðað i þessa ferð.

Ég er hins vegar komni með vinnu og er undirbuningur hafin. Ég mun passa Gabriel i april. Ég er að fara að horfa a allir problem child myndirnar til að fa tips um hvernig eigi að ala hann upp. Ég lærði mikið af þessum myndum a sínum tima og varð mun betri fyrir vikið. Gabriel er orðin 6 mánaða og komin tími til að kenna honum siðina hans ó.


|

föstudagur, mars 18, 2005

Fostudagurinn var gullfallegur dagur og 4 gullfallegir menn heldu í stræto. Stebbi var hálfgáttaður enda langt fall fra Bens niður i gulan rykugan stræto, drengurinn hafði ekki komið inn i slíkt dýr i 10ár! Eftir stutt looney stop a hlemm var ráfað niður laugarvegin og þvi ver og miður var ekki buið að opna peep show. Það hefði an efa yljað manni í þessum kulda. Eða öllu heldur litla manninum. Nellys var fyrsti afangastaður og þar var setið og drukkið. Klukkan orðin 15 og ekki seinna en að byrja strax. Mér og heimir leið eins og að við værum ennþá a Spáni. AF nellys var farið a Kaffi Skít. Og þvílíkt skítalið sem var þar inni. Með okkur a borði sat ogeðsleg kelling ÓGEÐSLEG og huginn að reyna við hana a fullu. Hann tók meira að segja i hennar ogeðslegu, svarta putta hendi, guð má vita hvað þessi hendi hefur þjónustað marga a karlaklósettinu i gegnum tíðina. Ein gömul kom líka að tala við okkur. Shit hvað hún var gomul. Hún var i rauðu outfit með varalit í stíl. Af hverju heimir tók i hönd hennar skil eg hreinlega ekki, en hann er örruglega komin með holdsveiki. Stebbi let sig svo hverfa og huginn vildi fara inn a kaffi kósy. Ég og heimir vissum það ekki þa en vitum það nu að þetta er hommabar. Það skýrir eflaust áhuga hugins á honum enda sanna san fran dæmin það.

Svo var haldið i visindaferði i Landsbankan. Þar attu ser stað leiðinlegar samræður en ég og heimir saum til þess að snittubakarnir og bjórin fengju verðskuldaða athygli. Ég hef ekki gefið neinu slíka athygli siðan að ég sa klámmynd i fyrsta skipti. Það var gullfallegur dagur, man hann eins og hann hefði gerst fyrir 5 min. Þaðan stauluðumst við svo út á Laugarveg og stefnan sett a Pravda. En á leiðinni gengum við fram hja Bónus sem stóð i mjólkurstríði. Við skelltum okkur þar inn og forum ut með 12 litra af ókeypis mjólk. Góð kaup það voru. En hvað i andskotanum er hægt að gera við 12 lítra af mjólk a fostudegi klukkan 21???????????????
Við losuðum okkur þvi hratt og örruglega við mjólkina. Getiði hvernig.

Inn a pravda var Idol i gangi. 100 manns voru þar inni. 97% af þeim var að horfa a Idolið 2% að æfa galdrabrögð og svo 1%ráfandi um með káf höndina a lofti. Og sú hönd er rosaleg. Ég heimir vissum orðið ekki neitt enda tókst okkur að hella bjór yfir mann og annan og konur og börn. Það sem eftir lifði nætur var eg í tómu tjóni með stebba a börum bæjarins.

Eftir nokkurra klukkutima svefn var maður dregin i suðurbæjarlaug af stebba og erik. Bjór i gufunni komu manni i góðan gír. Bjórdrykkjan hélt afram fram eftir degi og svo fekk maður hálftima i leggju og ákvað að sla þessu upp i lett kæruleysi. Bauð eðalmönnum heim i veislu og svo var haldið i bæinn. Þar fór Egill "ég þarf 2 bjóra til að verða ofuölvi" Pálsson a fyllerí með okkur, ótrulegt en satt. Ég fór a Grand rokk og tefldi skák við eldgamlan mann með sjóarahatt. Hann var svona 100 ára og ég hélt nokkrum sinnum að hann væri dáinn i skákinni hún gekk svo hægt. Þessi nótt var einnig tóm steypa eins og sú fyrri.

Sunnudagur fór i timburmenn en svo kom gullfalleg vika. Ég og heimir hjálpuðum stebba að flytja. Í fyrstu ferð niður lyftuna þa festis hún. Við vorum því 3 fastir i lyftunni ásamt brundklessu rúminu hans stebba. Farið var að hitna i lyftunni og ég bað Allah um styrk til að verjast ef þessi tveir aftaníhosar myndu strippa sokum hita eða reyna að nauðga mér. En viðgerðarkall kom og leysti okkur út.

Á morgun er svo stór dagur. Ég leigði bíl því komið er að hinni árlegu ferð GummoTravels. AÐsókn er mikil og því var skipt i flokka hverjir mættu koma með.
1-Þeir sem kjosa að vinna ekki
2-Ellilífeyrisþegar, öryrkjar, rónar og alkar
3-Mongólitar
4-Hundar
5-Vinnandi fólk

Að þessu sinni verður farið i gullfoss, geysi hring einhvern og svo mun egill bjoða upp a veigar i Þorlákshöfn. En þar ætlum við einmitt að heimsækja hestariðilin sem var i DV "Ég þarf að fara að finn mér konu svo að ég hætti þessu" hahahah hvaða kona vill mann sem ríður hestum?

Ég raðaði myndunum upp á nýtt og bætti inn nokkrum nýjum. Vantar myndirnar þegar seinni drengirnir komu. En su myndröð verður einmitt tileinkuð Fenrisúlf þegar að það er enginn Fenris i honum.


|

sunnudagur, mars 06, 2005

Ég hef verið að fikta við þetta myndadæmi en það er bara hægt að vera með sorglega fáar myndir i einu. Veit ekki einhver um stað þar sem hægt er að vera með meira en þetta? Breytti þessu aðeins og reyndi að troða inn video. Það var ekki að ganga, kannski sem betur fer fyrir suma.

En hvað hef ég gert af mér? Hummmm ekkert alvarlegt sem ég man eftir. Leit i bæinn með vel völdum drengjum. Drakk aðeins 2 bjóra og sá bæin i alveg nýju ljósi. Hjaltalín fór a kostum þegar að hann var á Bæjarins Bestu að lýsa fyrir tveim konum (40-50ára) hvernig hægt væri að nota pulsur i kynlífi."Fyrirgefðu hvað á að gera við pylsuna?" "Þú átt að troða henni upp í rassgatið á þér" Mjög kurteis ungur maður þarna á ferð. Vaknaði svo daginn eftir an timburmanna. Engir timburmenn eftir bæjarferð. Ég held ég hafi aldrei upplifað það áður.

Skellti mér á Hansen og fékk þar gjöf frá Doninum. Ég læt Hall opna pakkan. Í honum var kattaól af ketti sem nú er Í kattarríki með gat a hausnum og svo rauðar kvennmannsnærjur. Að sjálfsögðu þakkaði ég fyrir svona höfðinglega gjöf og sendi sms á kallin. En því ver og miður að þá sá kærastan hans það og nú er allt í tómu tjóni á Spáni. Hvað er helvítis kellingin að sniglast í síman hans. Gullfalleg gjöf engu að síður en ég vil ekki ímynda mér dömuna sem saurgaði þessar nærjur, ihhhhhhhhhhhhh viðbjóðslegar nærjur.

En svo kom þessi helgi og það var ákveðið að sötra létt og halda i bæinn. Haldið var til Birgis hins félagslynda og drukkið þar. Ótrúlegt hvað það var mikið af gellum i bænum, sérstaklega a hverfisbarnum. Þar var reyndar algjör snillingur á ferð. Hann skreið a hnjánum að kyssa á handarbak ungra kvenna. Lagðist svo niður og fór að hlaupa i hringi á jörðinni. Annars vorum við nokkuð rólegir framan af (aðeins framan af). Ég var orðin vel i því og höndin var komin á loft hjá hugin (það þýðir káf og aftur káf). Um bæinn var ráfað og drukkin bjór á fullt af stöðum sem ég ven ekki komu mína á vanalega. Var kaffibarinn þar allra sorglegastur. Hver var það sem var að mæla með honum?

Endaði í partí um morgunin. Þar voru 4 hænur, 2 gaurar og einn api. Apinn sagðist vera i hernum. Þegar að ég spurði hann nánar hvað hann gerði, því hann var að blóta Marines og army og öllu draslinu:
"SO what is it that you do?"
"I am plumber, mmmAAAAAAannnnnnnnnnnn (með massa svölum tón)"
Svo sagði hann með smá stolti
"If someones toilet is broken then I go and fix it"
AHhahahahahahahhahaha ég sprakk úr hlátri. Hann var nú ekki sáttur við þennan hlátur minn. Hann skildi hreinlega ekkert i honum. Hann skildi bara ekki hvað var svona fyndið.

Jamm jamm og á morgun hefst svo ny vinnuvika þar sem að ég mun veita landsmönum sálrænan stuðning í vinnu sinni. Og já ég vann Huginn i tennis um daginn. Allt sem hann segir um eigin hæfileika i tennis er bull. Hringt var i mig úr páfagarði og ég beðin að mæta i atvinnuviðtal, hvað ætli þeir vilji?


|

miðvikudagur, mars 02, 2005

Vegna milljón trilljón áskorana um að fá að sjá mynd af Doninum þá bjó ég til svona mynda dótarí. Það er á vinstri hliðinni einhvers staðar. Setti örfáar myndir inn meðan að ég var að prófa mig áfram. Set fleiri þegar að ég nenni að sortera þetta og hef tíma, því ég er önnum kafin við að gera ekki neitt.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?