<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 26, 2005

Djöfull er langt siðan að eg nennti að rita hér einhvern viðbjóð, enda drepleiðinlegt nema að maður sé i útlandinu. Ég hef ekkert breyst, er alveg jafn ljótur, aðeins heimskari, spikfeitur og almment drullu sorglegur.

En nú eru bjartir tímar framundan því stefnan er sett a Brasilíu um jólin. Fyrst til spánar i viku að heimsækja Doninn og Matta og svo til Rio í svona mánuð. Það þarf eitthvað mikið að gerast til að eg sleppi þessari ferð. Enda ferðafélagarnir ekki af verri endanum, sömu kvikindinin og síðustu áramót - Gingan Fabio og Rauða Þruman*.

Ég nenni nú ekki að rita hér meira fyrr en staðfesting a flaugi er komin í hús, þannig að allir mínir aðdáendur (sem eru nú orðnir þrír ef eg tel blinda strákinn í Guatemala með og ósynilega vin minn) verða að bíða aðeins lengur eftir drepleiðinlegum sögum frá Rio.

Að sjálfsögðu verður veðbanki i gangi um ferðina. Aðalmálið er hver verður rændur fyrst og oftast. Þar er Gingan ansi sigurstranglegur en er reyndar með lágan stuðul. Og svo ef tekið er mið af hárlit drengjanna - þá verður veðjað um hvor þeirra verður fyrri til að ná hinum eftirsótta titli Mr.Glow in the dark a dansgólfum Rio. Þar þykir mjög vinsælt að labba um sjálflýsandi rauður.

Brottfor er semsagt 1 des i Spánar. Yfir og út.

*Þruman vonast til þess að missa loksins sveindóminn og stakk því upp a þessari ferð.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?